Leikur kvöldsins

Úr leik liðanna fyrr í vetur
Úr leik liðanna fyrr í vetur

Eftir nokkuð hlé, vegna þátttöku U20 ára landsliðsins í heimsmeistaramóti, hefst keppni í karlaflokki aftur í kvöld. Þá leika á Akureyri lið Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur og hefst leikurinn klukkan 19.30 og fer að sjálfsögðu fram á Akureyri.

Heimamenn í Víkingum eiga um þessar mundir í harðri keppni við Björninn um heimaleikjaréttinn í úrslitunum sem fara fram í mars. Björninn hefur um þessar mundir fjögurra stiga forskot á Víkinga sem eiga leik til góða. Þeir munu því leggja allt kapp á að landa stigunum þremur sem í boði eru á móti SR-ingum sem hafa átt erfitt uppdráttar þetta keppnistímabilið. Norðanmenn hafa jafnt og þétt verið að bæta við sig mannskap í vetur. Jón Benedikt Gíslason er kominn aftur í heimahaganna og einnig Hafþór Andri Sigrúnarson.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH