Leikur kvöldsins

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur SA Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur sem fram fer á Akureyri og hefst klukkan 19.30.

Báðum liðunum vantar að ná í stigin þrjú sem eru í boði. Víkingar til að halda í við Esju sem er sjö stigum fyrir ofan þá í efsta sæti deildarin og SR-ingum  til að lyfta sér upp af botninum. Bæði lið ná að stilla nokkurn veginn upp sínu sterkasta liði nema hvað Sigurður Reynisson er ekki með heimamönnum. Milan Mach er einnig í leikbanni hjá gestunum en inn í lið SR-inga er kominn Kári Valsson og fróðlegt að sjá hvort liðið nær flugi með hann innanborðs. 

Eins og ævinlegaverður hægt að horfa á leikinn í streymi á ÍHÍtv og fygljast með tölfræði sem er hér á síðunni.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH