Leikur kvöldsins

Frá leik liðanna fyrr á tímabilinu
Frá leik liðanna fyrr á tímabilinu

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Bjarnarins og UMFK Esju í meistaraflokki karla og hefst leikurinn klukkan 19.40.

Heimamenn í Birninum munu án efa mæta ákveðnir til leiks enda liðið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni sem fer fram síðari partinn í mars. Fyrir leikinn eru Björninn og SR jöfn í 2 - 3 sæti átta stigum á eftir SA Víkingum sem eru eftstir. Eitthvað er um að yngri leikmenn Bjarnarins hafi glímt við meiðsli en Elvar Snær Ólafsson, Aron Knútsson og Edmunds Induss eru þó allir á leiklista fyrir kvöldið. Esja mun hinsvegar still upp sama liði og lék gegn SR-ingum sl. föstudag. 

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH