Leikur kvöldsins

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Þótt heldur rólegt sé á íshokkívígstöðvunum þessa dagana eru þó leikir við og við og einn þeirra er í kvöld en þá mætast Björninn og Skautafélag Reykjavíkur í meistaraflokki kvenna. Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst klukkan 19.40. 

Bjarnarkonur unnu síðustu tvo leiki sem leiknir voru í kvennaflokknum en þá mættu þær Ynjum í tvíhöfða. Fyrri leikurinn fór 4 - 2 en sá síðari 4 - 3. Bjarnarkonur eru því í ágætri stöðu, einu stigi á eftir SA Ásynjum sem eiga þó leik til góða. SR-ingar vinna enn að sinni uppbyggingu í flokknum en liðið er enn án stiga eftir að hafa leikið fimm leiki.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH