Leikur kvöldsins

Úr leik liðanna.
Úr leik liðanna.

Leikur kvöldsins að þessu sinni er fyrsti leikur Húna og Jötna í úrslitum í opnum flokki. Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst klukkan 19.30.

Það lið sem verður fyrr til að vinna tvo leiki mun hampa titlinum í flokknum. Húnar tóku heimaleikjaréttinn í keppninni með töluverðum yfirburðum og verða því að teljast sigurstranglegri í viðureigninni. Norðanmenn hafa hinsvegar sjaldan gefið hlutina eftir baráttulaust og því má eiga von á spennandi leik í kvöld. Liðsuppstilling er komin inn á tölfræðisíðuna en næsti leikur er ráðgerður nk. laugardag á Akureyri.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH