Leikur kvöldsins

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Leikur kvöldsins er að þessu sinni leikur Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins í meistaraflokki karla. Leikurinn fer fram í skautahöllinni í Laugardal og hefst klukkan 19.45.

Bæði lið þurftu að lúta í ís í síðasta leik sínum fyrir norðanmönnum og því ekki ólíklegt að þau vilji bæta þar úr. Eitthvað er um meiðsli og forföll hjá SR-ingum en gestirnir úr Birninum eru hinsvegar allt að því fullmannaðir.

Mynd: Hafsteinn Snær Þorsteinsson.

HH