Leikur kvöldsins

Úr síðasta leik liðanna í Egilshöll
Úr síðasta leik liðanna í Egilshöll

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Bjarnarins og Víkinga sem fram fer í Egilshöll og hefst klukkan 19.30.


Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast en Björninn er nú í efsta sæti deildarkeppninnar, fjórum stigum á undan Víkingum sem eru í öðru sæti. Því má segja að leikurinn í kvöld skipti töluverðu máli því að með sigri nær Björninn að skilja sig vel frá Víkingum sem að sama skapi verða einungis einu stigi á eftir Birninum nái þeir sigri. Björninn mætir með fullskipað lið en eitthvað vantar upp á lið Víkinga. Einar Eyland og Hilmar Freyr Leifsson eru meiddir og Orri Blöndal á ekki heimangengt að þessu sinni.

Liðskipan liðanna má finna á tölfræðisíðu ÍHÍ.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH