Leikur kvöldsins

Þrátt fyrir nokkuð harða samkeppni frá knattspyrnunni munu íshokkí menn skella í leik í kvöld þegar Fálkar og Húnar mætast í Skautahöllinni í Laugardal og hefst leikurinn klukkan 19.45.

Liðslisti Fálka er kominn í hús og greinilegt að þar á unga kynslóðin, ásamt fáeinum eldri reynsluboltum, að fá að láta ljós sitt skína. Liðslisti Húna er er einnig kominn og á honum má einnig  finna nokkuð af ungum leikmönnum sem sem vilja sýna sig á svellinu.

HH