Leikur kvöldsins


Úr síðasta leik liðanna.                                                                         Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Víkinga og Skautafélags Reykjavikur sem fram fer í skautahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 19.30.

Baráttan um að komast í úrslitakeppnina hefur sjaldan verið harðari og stigin þrjú sem eru í boði eru vel þeginn af báðum liðum. Liðin hafa leikið einusinni áður í vetur og lauk þeim leik með sigri SR-inga sem gerðu sex mörk gegn þremur mörkum Víkinga.

Bæði lið ættu að geta stillt upp góðum liðum í kvöld þó eitthvað vanti uppá. Víkingar sakna Orra Blöndal sem var í aðgerð á hné og hefur því ekki getað verið með í undanförnum leikjum og Josh Gribben tekur út leikbann. Hjá SR-ingum er Guðmundur R. Björgvinsson á sjúkralistanum en vonast er til að hann verði leikfær fljótlega. Robbie Sigurdsson er hinsvegar kominn til baka í lið SR-inga eftir að hafa verið erlendis undanfarnar vikur.

HH