Leikur í kvöld

Í kvöld kl. 19:00 mætast í skautahöllinni í Laugadalnum Skautafélag Reyjavíkur og Skautafélag Akureyrar í Íslandsmótinu í íshokkí.  Liðin hafa mæst tvívegis í vetur og hefur SR borið sigur úr býtum í bæði skiptin.  Engu að síður er hægt að gera ráð fyrir spennandi leik í kvöld þar sem SR hefur menn í leikbanni og SA hefur styrkt sinn leikmanna hóp síðan síðast.