Leikur í Hertz deild kvenna í dag - Fjölnir tekur á móti SA

Íslandsmótið í Hertz deild kvenna heldur áfram í dag þegar Fjölnir tekur á móti SA í Egilshöllinni í Grafarvogi kl. 16:45. Leikir liðanna hafa verið jafnir og spennandi í vetur og því má reikna með skemmtilegri viðureign. SA hefur nokkur forskot í deildinni og er með 27 stig eftir 10 leiki eða 9 sigra og 1 tap. Fjölnir er með 12 stig eftir 8 leiki eða 4 sigra og 4 töp.
Deildarkeppnin er nú u.þ.b. hálfnuð en hvert lið spilar 16 leiki í deild áður en tvö stigahærri liðin taka svo slaginn í úrslitakeppninni.

Hokkídagskráin er þétt í Reykjavík þessa helgina vegna undankeppninnar fyrir Ólympíuleikana sem karlalandsliðið tekur þátt í, en það vill svo vel til að í dag er frídagur hjá þeim og því geta hokkíunnendur drifið sig í Egilshöllina og fylgst með spennandi viðureign Fjölnis og SA.