Leikur helgarinnar.

Á morgun laugardag leiða saman hesta sína lið Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins í meistaraflokki karla. Leikurinn er í Skautahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 17.00. Ekki er annað vitað en að allir leikmenn í báðum liðum séu leikfærir og því mega menn eiga von á spennandi leik.  Eins og sést á töflunni á forsíðunni eru bæði liðin með 15 stig og hafa þar að auki leikið jafn marga leiki. Það lið sem sigrar nær mjög líklega toppsætinu og á auk þess leik til góða á Skautafélagsmenn úr Reykjavík sem nú er eftstir.

Myndina tók Ólafur Ragnar Ósvaldsson.

HH