Leikur helgarinnar.

Eins og sjá má hér til hliðar er leikur helgarinnar, á morgun laugardag, milli Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar. Leikurinn fer fram í Laugardalnum og hefst klukkan 19.00. Margir bíða sjálfsagt spenntir eftir að sjá nýjasta leikmanni SR-liðsins en sá heitir Martin Soucek. Ef kíkt er á eurohockey.net má finna hvað leikmaður þessi hefur verið að gera fram að þessu. En akureyringar hafa svo sem sýnt og sannað að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin. Pottþétt skemmtilegur leikur. Sjáumst!!

HH