Leikur helgarinnar.

Björninn vann Skautafélag Akureyrar í líflegum leik í Egilshöllinni um síðustu helgi.  Björninn tók snemma forystuna og hélt henni til leiksloka þrátt fyrir að SA hafi gert harðar atlögur að sigrinum.  Loturnar fóru 3 - 1, 2 - 1 og 2 - 3.  Bæði lið söknuðu nokkurra lykilmanna en segja má að það  hafi jafnast út.   Mörk og stoðsendingar

Björninn:  Kolbeinn Sveinbjörnsson 2/1, Birgir Hansen 1/2, Daði Örn Heimisson 1/2, Vilhelm Bjarnason 1/1, Gunnar Örn Jónsson 1/0, Trausti Bergmann 1/0, Þórhallur Alfreðsson.   SA:  Sigurður Sigurðsson 3/1, Jón Gíslason 1/2, Birkir Árnason 1/0