Leikur helgarinar - Leikur gærkvöldsins

Leikur helgarinnar er leikur Skautafélags Akureyrar gegn Skautafélagi Reykjavíkur í meistaraflokki karla. Leikurinn, sem af einum leikmanni var kallaður "steikarleikurinn" er í skautahöllinni á Akureyri á morgun laugardag og hefst klukkan 18.00. Það sem vekur kanski helst athygli við leikinn er að bæði lið eru án erlendra leikmanna þar sem þeir hafa haldið til síns heima um jólahátíðina. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir aðra leikmenn að sýna hvað í þeim býr, og ekki síst að sýna þjálfara SA og nú einnig landsliðsþjálfara karla, Sveini Björnssyni sínar bestu hliðar. Þ.e. inn á ísnum en ekki í refsiboxinu.

Í gærkvöld áttust við Narfi og Björninn. Leikurinn bar þess merki að mikið hafði verið borðað um hátíðarnar og þóttu leikmenn frekar þungir á svellinu. Leikurinn endaði með sigri Bjarnarins sem skoraði tólf mörk gegn tveimur mörkum Narfans.

HH