Leikur fimmtudag kl. 20:30

Fimmtudagskvöldið 13. október tekur Skautafélag Reykjavíkur á móti Birninum í 2. umferð Íslandsmótsins.  Fyrstu viðureign liðanna lauk með sigri SR en þessi tvö lið eru í efstu tveimur sætunum nú þegar hvert lið hefur leikið einn leik í 2. umferð.  SR er með 12 stig en Björninn 9 og gera má ráð fyrir spennandi viðureign í Skautahöllinni í Laugadalnum.  Fólk er eindregið hvatt til að mæta í höllina og fylgjast  með  leiknum, en þeim sem ekki eiga heimangengt er bent á leikurinn verður beint á netinu.  Til þess að fylgjast með útsendingu þarf einungis að smella á takkann hér til hægri á síðunni.