Leikur dagsins

Nú fer að líða að fjórða leik í úrslitum íslandsmótsins í meistaraflokki karla en klukkan 13.15 hefst leikur Skautafélags Reykjavíkur og SA Víkinga og fer leikurinn fram í Skautahöllinni í Laugardal.

Einsog og flestir vita er staðan í einvíginu 2 - 1 SR-ingum í vil og leikirnir hingað hafa verið stórgóð skemmtun og engin ástæða til annars en leikurinn í dag verði það líka. Við hvetjum stuðningsmenn beggja liða til að mæta og hvetja sína menn.

Hér sjáum við hvað Gunnar Guðmundsson fyrirliði Bjarnarins hafði að segja um komandi leik á mbl.is.

Mynd: Ómar Þór Edvarsson

HH