Leikur dagsins

Að þessu sinni er millihátíðarleikur í íshokkí því klukkan 17.30 í dag mætast lið Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins í meistaraflokki karla í Skautahöllinni á Akureyri. Bjarnarmenn hafa löngum átt í vandræðum með að ná sigri gegn norðanmönnum en mæta að sjálfsögðu fullir sjálfstrausts eftir að hafa haft SR-inga hressilega undir í síðasta leik. Norðanmenn á hinn bóginn mæta líka með sjálfstraustið í lagi og ekki skemmir fyrir að með sigri komast þeir í efsta sætið. Þess má geta að Jón Benedikt Gíslason mætir aftur til leiks eftir langvinn meiðsli og við það ætti sóknarþungi norðanmanna að aukast til muna.

HH