Leikur á morgun í Egilshöll

Á morgun laugardag kl. 16:00 fer fram leikur á milli Bjarnarsins og SA í meistaraflokki karla.  Liðin berjast nú um sæti í úrslitakeppninni en aðeins eitt stig skilur liðin að. 
Leik SR og Narfa sem fram átti að fara sama dag hefur verið frestað, en að öllum líkindum fer hann fram um næstu helgi ef samningar nást um ístíma.