Leikreglur - skiptingar

Skiptingar skulu fara fram innan 3ja metra svæðisins við leikmannabekk. Leikmaður sem kemur af leikmannabekk má ekki blanda sér í leikinn fyrr en sá sem er á leið út er komin a.m.k. með annan fótinn á ramman eða í hurðina. Ef það gerist skal liðinu refsað fyrir of margir leikmenn á ís. Fari leikmaðurinn sem kemur af leikmannabekk út fyrir 3 metra skiptisvæðið áður en leikmaðurinn sem er á leiðinni út er komin út af svelli eru það of margir leikmenn á ís og liðinu skal refsað í samræmi við það. Túlkanir á reglunni má finna bæði á ensku og íslensku.

Þess má svo geta að á næsta keppnistímabili verður reglunum breytt en þá minnkar skiptisvæðið niður í 1,5 metra.

ÓRÓ/HH