Leikreglur

Eftirfarandi samantekt hefur borist frá dómaranefnd ÍHÍ varðandi þær reglubreytingar sem samþykktar voru á síðasta þingi IIHF. Frumtextann á ensku má sjá hér og undir tenglinum leikreglur vinstrameginn á ÍHÍ-síðunni.

• Lið sem skýtur pekki í ísingu má ekki skipta um leikmenn fyrir uppkastið sem fylgir.
• Ímyndaðar línur fyrir uppköst eru ekki lengur notaðar, öll uppköst skulu fara fram á einum af 9 uppkastspunktunum á ísnum.
• Eftir að refsing hefur verið veitt skal uppkastið tekið í varnarsvæði liðsins sem verið er að refsa.
 
Regla 412 d) - Leikmannaskipti þegar leikur hefur verið stöðvaður.

Lið sem skýtur pekki í ísíngu má ekki lengur skipta út leikmönnum fyrir uppkastið sem fylgir.
Lendi þessi ísing á auglýsingahléi eða liðið sem orsakaði ísinguna ákveður að nýta sér leikhlé á þessum tímapunkti má það ekki skipta út leikmönnum.
Undantekningin er þó sú að liðið má skipta inn markmanni sem hafði verið skipt út fyrir auka leikmann eða skipta út slösuðum leikmanni eða markmanni, einnig má liðið skipta út leikmönnum ef á sama tíma er öðru liðinu dæmd refsing sem hefur áhrif á fjölda leikmanna á ís.
Viðmiðunartíminn um það hverjir eiga að vera áfram á ís er þegar pökkurinn yfirgefur kylfu þess sem skýtur pekkinum í ísingu.

Regla 440 - Uppköst

Ekki er lengur talað um ímyndaðar línur milli uppkastspunkta heldur fara öll uppköst fram á einum af níu uppkastspunktunum.
440 g) Uppkast skal tekið á einum af uppkastspunktunum í varnarsvæði brotlega liðsins:1. Þegar leikmenn fá á sig refsingu í klukkustoppi þannig að annað liðið fái refsitíma á leikklukku nema:

• þegar refsing er gefin eftir að mark hefur verið skorað - uppkast á miðjupunkti
• þegar refsing er gefin í byrjun (eða enda) leikhluta - uppkast á miðjupunkti
• þegar varnarliðið er að fá refsingu og sóknarliðið kemur lengra inn í sóknarsvæðið en sem nemur ytri mörkum
uppkasts hringja (nánar í 440 f) - uppkast í hlutlausa svæðinu
• þegar lið sem ekki hefur gerst brotlegt skýtur pekki í ísingu - uppkast í hlutlausa svæðinu, næst varnarsvæði þess liðs sem orsakaði ísinguna
• þegar bæði lið hafa gerst brotleg - uppkastið er á næsta uppkastspunkti í því svæði sem pökkurinn var þegar leikur var stöðvaður

440 h) Uppkast skal alltaf ef mögulegt er tekið á einum af uppkastspunktunum í hlutlausa svæðinu sem er næstur blárri línu:

• þegar leikurinn er stöðvaður án þess að annað liðið hafi sérstaklega orsakað það meðan pökkurinn er í hlutlausa svæðinu.

 
ATH: Þegar ekki er greinilegt hver af fjórum uppkastspunktunum í hlutlausa svæðinu er næstur skal notast við miðjupunkt fyrir uppkastið.440 i) Uppkast eftir rangstöðu sendingu (offside pass):

• uppkastið skal tekið á þeim uppkastspunkti sem er næstur uppruna skots eða sendingar (jafnvel þó pökkurinn hafi endurkastst af varnarmanni eða dómara)

Þegar leikur hefur verið stöðvaður af einhverri ástæðu sem ekki er sérstaklega tekin fyrir í reglunum skal uppkast fara fram á næsta uppkastspunkti við staðinn þar sem pekkinum var síðast leikið.
Einnig hafa verið gerðar viðbætur við reglu 440 í nýjustu dæmabókinni (Case Book) og hvetjum við leikmenn, þjálfara og aðra áhugamenn um íshokkí til að kynna sér dæmabókina og þær uppfærslur sem hafa verið gerðar.

f.h. Dómaranefndar ÍHÍ
Ólafur Osvaldsson