Leikreglubreytingar

Eins og sagt var frá hér í fyrri frétt munu flestar leikreglubreytingar taka gildi leiktímabilið 2010-11. Þó eru þrjár breytingar sem munu taka gildi strax á næsta tímabili og hér skautum við létt yfir í hverju þær felast. Fyrir næsta tímabil munu þær síðan verða kynntar ítarlegar.

Fyrsta breytingin segir til um að héðan í frá skal dómari ekki leyfa skiptingu hjá liðum, telji hann að pekkinum hafi verið skotið viljandi í ísingu til að ná fram skiptingunni.
Önnur breytingin felur í sér að brjóti sóknarlið af sér í sóknarsvæði sínu skal uppkastið (faceoff)fara fram í varnarsvæði brotlega liðsins.
Þriðja breytingin felur í sér að öll uppköst fara framá níu punktum svellsins og hvergi annarsstaðar.

Breytingarnar taka gildi á næsta keppnistímabili einsog áður sagði en tímabilið á eftir koma svo til framkvæmda töluverður fjöldi af breytingum og verða þær kynntar þegar nær dregur.


Myndin er í eigu ÍHÍ

HH