Leikmannaskipti

Það hafa bæst við nokkrir erlendir leikmenn í Hertz-deild karla.

Mikko Solonen hefur bæst í raðir SA og kemur hann frá Finnlandi.  Erik Strandberg kemur frá Svíþjóð og fer í raðir UMFK Esju. Adam Rosenberg er staddur á Íslandi í flugnámi og hefur bæst í raðir Bjarnarins.

Eins og áður var tilkynnt, þá er Alexander Medvedev kominn frá Rússlandi til Bjarnarins og Herman Oldrich frá Tékklandi til SR. Jussi Kaleno Suvanto kemur frá Finnlandi og hefur bæst í raðir SA.

Félagaskiptagjald hefur verið greitt og leikmannaskipti eru í eðlilegum farvegi.  Nú er lokað fyrir frekari erlend leikmannaskipti, eins og stendur í reglugerð 10.6.1.