Leikmannaprófum lokið.

Þá er leikmannaprófunum lokið og flest allir búnir að fá niðurstöður. Eitthvað vantar upp á hjá Akureyringum ennþá en prófin þeirra koma í kvöld norðu með Bjarnarliðinu. Útkoman var misjöfn einsog búast mátti við og sumir urðu sjálfsagt fyrir vonbrigðum með kunnáttu sína. Tekin var saman tölfræði eftir flokkum og ÍHÍ ásamt félögunum mun nýta þetta til að sjá hvar helst kreppir að. Nú er hinsvegar komið að áhorfendum, stjórnarmönnum og öðru áhugafólki um íshokkí því hérna má ná í prófið og svörin eru síðan á öftustu síðu. Hver rétt spurning gefur 0,4 þannig að menn telja bara hversu mörg rétt svör eru og margfalda með þeirri tölu. Gangi ykkur vel. :)

Myndina tók Óskar Þór Edvardsson.

HH