Leikmaður undir aldri

Stjórn ÍHÍ samþykkti á stjórnarfundi fyrr í þessari viku breytingu á reglugerð nr. 14. Við reglugerðina bætist við 8. liður sem fjallar um að leikmenn undir 18 ára aldri þurfi, ásamt foreldra/foráðamanni, að undirrita yfirlýsingu til að spila og æfa með meistaraflokki. Reglugerðin á sjálfsögðu bæði við um kvenna og karlaflokk.

Leikmönnum, sem þetta á við, er bent á að opna skjalið og prenta það út. Þegar skjalið hefur verið undirritað skulu leikmenn skila því til þjálfara eða skrifstofu félagsins sem þeir æfa með. Mikilvægt er að fyrrnefndir leikmenn gangi frá þessu því þeir teljast ólöglegir leikmenn sé þetta ekki gert.


HH