Leikir næstu helgar

Um næstu helgi fara fram tveir leikir hjá meistaraflokki en þá tekur Björninn á móti Skautafélagi Akureyrar í Egilshöll kl. 16:00 og Skautafélag Reykjavíkur tekur á móti Narfa frá Hrísey kl 19:00 í Laugadalnum.
 
Þessi sömu lið áttust við um síðustu helgi en þá sigraði SA Bjarnarmenn með 7 mörkum gegn 3 og SR sigraði Narfa með 14 mörkum gegn engu.  Leikir helgarinnar verða fyrstu leikir 3. umferðar.