Leikir kvöldsins.

Leikir kvöldsins eru tveir og fara fram annarsvegar á Íslandi og hinsvegar í Eistlandi.

Hér heim hefst klukkan 20.15 leikur Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins í meistaraflokki kvenna. Góður stígandi hefur verið í leik SR-stúlkna undanfarið og þær allar að koma til á sínu fyrsta keppnistímabili í mörg ár. Ekki liggur fyrir hvort liðið verður með lánsmenn í kvöld en það kemur í ljós þegar líður á daginn. Bjarnarstúlkur hikstuðu aðeins í leik sínum gegn Valkyrjum og vilja því leiðrétta kúrsinn sem fyrst. Þær ættu því að mæta vel stemmdar þó þjálfari þeirra sé fjarstaddur að þessu sinni.

Í Eistlandi leika svo klukkan 18.00 að íslenskum tíma lið heimamanna Eista og Íslendinga í 2. deild heimsmeistaramóts Alþjóða Íshokkísambandisins. Drengirnir léku sinn fyrsta leik í gær en þá var leikið gegn Belgum og endaði hann með góðum sigri okkar manna 5 - 1. Textaútsending frá leiknum verður hér.

HH