Leikir kvöldsins.

Ákveðið hefur verið að leika leik SA Víkinga gegn SA Jötnum sem settur var á nk. þriðjudag, verði leikinn í kvöld. Leikir kvöldsins fara því báðir fram á Akureyri.

Klukkan 19.30 hefst leiku SA Ynja gegn SA Valkyrjum í meistaraflokki kvenna. Síðasti leikur þessara liða var með eindæmum spennandi og barist til síðustu sekúndu. Það voru á endanum Valkyrjur sem unnu með 7 mörkum gegn 6 en sigurmarkið koma á síðustu mínútu leiksins.

Strax að kvennaleiknum loknum leika SA Víkingar gegn SA Jötnum. Víkingar unnu auðveldan sigur í síðasta leik svo nú er bara að sjá hvað gerist í leiknum í kvöld.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH