Leikir kvöldsins


Úr leik Ásynja og Bjarnarins.                                                                                             Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Leikir kvöldsins að þessu sinni eru tveir og fara báðir fram á Akureyri. Um er að ræða frestaða leiki sem áttu að fara fram í nóvember en fresta varð vegna veðurs og ófærðar.

Fyrri leikurinn er leikur Víkinga og Húna í meistaraflokki karla og hefst leikurinn klukkan 18.00. Víkingar eru um þessar mundir í öðru sæti deildarinnar tíu stigum á eftir Birninum. Víkingar eiga hinsvegar þrjá leiki til góða og því enn ekki ljóst hvar heimaleikjarétturinn endar þetta árið.

Að leiknum í karlaflokki loknum mætast Ásynjur og Björninn í meistaraflokki kvenna. Liðin mættust síðast í byrjun ársins og þá unnu Ásynjur nokkuð öruggan sigur með sex mörkum gegn einu. Ásynjur eru ósigraðar á þessu tímabili með 31 stig eftir 11 leiki en Bjarnarkonur eru með 9 stig eftir 9 leiki.

HH