Leikir kvöldsins


Úr leik í kvennaflokki.                                                                                                         Mynd: Bryndís Ingibjörg Björnsdóttir

Leikir kvöldsins að þessu sinni eru tveir og fara fram á Akureyri og í Reykjavík.

Í meistaraflokki kvenna mætast í Egilshöllinni lið Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur. Leikurinn hefst klukkan 19.30. Þetta er þriðji leikur liðanna í vetur en í leikjunum tveimur sem leiknir hafa verið hingað til hafa Bjarnarkonur unnið nokkuð örugga sigra. Bjarnarkonur hafa yfir að ráða reynslumeira liði með landsliðskonum innanborðs á meðan SR-konur eru í uppbyggingu eftir að kvennaflokkurinn hjá félaginu var endurvakinn. 

Í hinum leiknum sem fram fer í kvöld mætast í Skautahöllinni á Akureyri lið Jötna og SR Fálka og hefst sá leikur einnig klukkan 19.30. Síðast þegar liðin mættust fóru Jötnar með sigur af hólmi en leiknum lauk 2 - 6 þeim í vil eftir að lið SR Fálka hafði náð 2 - 0 forystu snemma í fyrstu lotu.  

HH