Leikir kvöldsins


Úr leik Ynja og Ásynja                                                                                                                 Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Leikir kvöldsins eru tveir að þessu sinni og fer annar þeirra fram í Egilshöll og hinn á Akureyri.

Fyrri leikurinn hefst klukkan 19.30 og fer fram í Egilshöll. Þar leika lið Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki karla. Lið heimamanna hefur verið á mikilli siglingu þetta tímabilið og hefur tuttugu stig að loknum sjö leikjum og því aðeins tapað einu stigi fram til þessa. Lið SR-inga hefur á hinn bóginn átt erfitt uppdráttar þetta tímabilið en rétt einsog og Björninn hefur liðið leikið sjö leiki en hefur uppskorið úr þeim tvo stig. 

Síðari leikur kvöldsins hefst klukkan 20.30 en þá leika á Akureyri lið Ynja og Ásynja í meistaraflokki kvenna. Ásynjur hafa fram til þessa haft ágætis tak á Ynjum en leikir þessara liða hafa oftar en ekki verið mjög spennandi og úrslitin annað hvort ráðist á síðustu mínútum leikisins eða í framlengingu. 

HH