Leikir kvöldsins

Tveir leikir eru á dagskránni í kvöld en þá fara fram lokaleikir í deildarkeppni meistaraflokks karla. Leikmenn liðanna sem eru á leiðinni í úrslitakeppnina munu sjálfsagt nota leikina til hins ítrasta enda stutt í úrslitakeppnina sem hefst á Akureyri nk. sunnudag.

Norðan heiða munu mætast SA Víkingar og SA Jötnar og hefst leikurinn klukkan 19.30.  

Í Skautahöllinni í Laugardal munu hinsvegar lið Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins og hefst leikurinn klukkan 20.15.

HH