Leikir kvöldsins

Í kvöld verður leikið bæði sunnan og norðan heiða á íslandsmótinu í íshokkí. Báðir leikirnir eru í meistaraflokki kvenna.

Á Akureyri mætast SA Ynjur og SA Valkyrjur og hefst leikur þeirra klukkan 19.30. Sunnan heiða mætast hinsvegar Björninn og SR og hefst þeirra leikur klukkan 20.00

Um síðustu helgi léku SA Ynjur og Björninn á Akureyri og lyktaði leiknum með sigri Ynja sem gerðu 5 mörk gegn engu marki Bjarnarstúlkna. Bjarnarstúlkur höfðu hinsvegar helgina áður unnið SA Valkyrjur norðan heiða með tveimur mörkum gegn einu. Sveiflurnar eru því nokkrar þessa dagana.

Síðasta helgi var einnig nýtt í æfingabúðir fyrir kvennalandsliðið en nú styttist óðum í HM hjá þeim.

HH