Leikir kvöldsins

Við minnum á leikina sem verða í kvöld í meistaraflokki karla. Leikið er í Skautahöllinni á Akureyri og í Egilshöllinni og byrja báðir leikirnir klukkan 19.30.

Á Akureyri mætast SA Jötnar og SA Víkingar en í Egilshöllinni mætast Björninn og Skautafélag Reykjavíkur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson (tekin á barnamóti um síðastliðna helgi)

HH