Leikir kvöldsins

Í kvöld fara fram tveir æfingaleikir í Egilshöll. Annarsvegar er það U18 ára landsliðið og hinsvegar kvennalandsliðið sem keppa við lið frá Bandaríkjunum sem U32HS. Leikurinn hjá U18 hefst klukkan 18.00 og kvennaleikurinn strax á eftir eða um klukkan 19.30. Leikirnir eru hluti af undirbúningi landsliðanna fyrir komandi keppnir. Þ.e. U18 ára liðsins á HM í Eistlandi og kvennaliðsins á NIAC mótið sem haldið verður á Akureyri í apríl næstkomandi.

Á morgun leika svo Iceland Selects og kvennalið Bjarnarins á móti bandaríska liðinu.

HH