Leikir kvöldsins - 20. desember 2016

Hertz deild karla
Hertz deild karla

Hertz-deild karla heldur áfram í kvöld, 20. desember  með tveim leikjum.

  • Esja - Björninn, Skautahöllin Laugardal kl. 19:45
  • SA - SR, Skautahöllin Akureyri kl. 19:30

Við eigum von á hörkuspennandi leikjum, enda spennan ótrúleg í Hertz-deild karla.

SA Víkingar taka á móti SR í Skautahöllinni á Akureyri þriðjudaginn 20. desember kl. 19.30. SA Víkingar eru í öðru sæti deildarinnar með en SR í því fjórða. Þetta er jafnframt síðasti heimaleikur SA Víkinga á þessu ári og því um að gera að mæta í stúkuna.

Björninn freistar þess að sigra Esju í fyrsta skipti í vetur. Síðustu 3 leikir milli liðanna hafa verið jafnir og spennandi og hefur Esja haft betur á lokametrunum. Björninn er í harðri baráttu við SA um 2.sætið í Hertz-deildinni og þurfa nauðsynlega á sigri að halda! 

Um að gera að skella sér á síðustu hokkíleiki fyrir jól og við lofum skemmtun, spennu og góðum hokkíleik! 

Aðgangseyrir 1000 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

Hlökkum til að sjá sem flesta

Facebook Akureyri.

Facebook Reykjavik.