Leikir kvöldsins

Tveir leikir eru á dagskrá íslandsmótsins í íshokkí kvöld og fara þeir fram í Egilshöllinni og Skautahöllinni á Akureyri.

Fyrri leikurinn hefst klukkan 19.30 og er í Egilshöllinni en þar leika Björninn og Skautafélag Reykjavíkur í meistaraflokki karla. Liðin hafa ekki leikið áður gegn hvort öðru á tímabilinu og því verður spennandi að sjá hvernig viðureign þeirra vindur fram. Bjarnarmenn hafa leikið sex leiki á tímabilinu og haft sigur í fimm þeirra. Ætli þeir sér að halda Víkingum í þægilegri fjarlægð þurfa þeir stigin þrjú sem eru í boði og því sigur mikilvægur fyrir þá. Óvíst er hvort Sergei Zak getur verið með Bjarnarmönnum en hann hefur undanfarið glímt við meiðsli á nára. SR-ingar eru á miklu skriði þessa dagana og eru með fullt hús stiga eftir fimm leiki. SR-ingar eru enn að bæta við því Svavar Steinsen er kominn í hópinn eftir að hafa verið erlendis og var með í síðasta leik. Ekki er annað vitað en að SR-ingar mæti með sitt sterkasta lið.

Á Akureyri leika Jötnar og Víkingar og hefst sá leikur klukkan 20.30. Víkingar hafa fram að þessu unnið nokkuð auðvelda sigra á Jötnum og ekki líklegt að þar verði breyting á. Leikurinn gefur hinsvegar ungum leikmönnum Jötna ásamt þeim sem hafa lagt skautana fullfljótt á hilluna tækifæri til að koma sér í æfingu.

Fréttir af textalýsingum frá leikjunum verða birta síðar í dag hér á síðunni okkar.

HH