Leikir kvöldsins

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Leikir kvöldsins eru tveir að þessu sinni og fara báðir fram sunnan heiða.

Í Skautahöllinni í Laugardal mætast SR og Björninn í meistaraflokki kvenna og hefst leikurinn klukkan 20.00. Liðin hafa mæst einusinni áður á tímabilinu og þá fór Björninn með sigur af hólmi en liðið gerði tíu mörk gegn einu marki SR-kvenna. Leikurinn var þó ekki eins ójafn og tölurnar gefa til kynna því liðin áttu nokkurn veginn sama fjölda skota á mark hvors annars. Bæði liðin hafa leikið þrjá leiki og hafa Bjarnarkonur náð að landa fjórum stigum úr þeim en SR-konur eru enn stigalausar. Hjá SR-ingum eru Gréta Jónsteinsdóttir, Arna Rúnarsdóttir og Sandra Gunnarsdóttir ekki með en Björninn á hinn bóginn mætir með fullskipað lið nema hvað Maríana Birgisdóttir er frá.

Í Egilshöll mætast síðan Björninn og Skautafélag Reykjavíkur í 2. flokki  og hefst sú viðureign klukkan 19.40.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH