Leikir kvöldsins

Frá leik SR og SA Víkinga um liðna helgi
Frá leik SR og SA Víkinga um liðna helgi

Leikir kvöldsins eru tveir og fara fram í sitthvorum landshlutanum.

Fyrri leikurinn fer fram á Akureyri og hefst klukkan 19.30 en þar mætast SA Víkingar og UMFK Esja í meistaraflokki karla. Bæði lið unnu sinn síðasta leik en heimamenn í Vikingum hafa nú náð 7 stiga forskot á næstu lið í deildarkeppninni. Esjumenn vilja því sjálfsagt draga á norðanmenn. Liðslistar liðanna eru ekki komnir í hús en ekki annað vitað en að liðin mæti fullmönnuð til leiks.

Í Egilhsöllinni mætast síðan kl. 19.40 lið Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki karla. Björninn er það lið sem hefur fengið á sig flest mörkin og mun því sjálfsagt leggja áherslu á að þétta vörnina. Trausti Bergmann er ekki leikfær en samkvæmt leiklista Bjarnarins er Daniel Kolar kominn aftur á ísinn. Hjá SR-ingum hefur Jón Andri Óskarsson jafnað sig af smávægilegum meiðslum frá síðasta leik og Árni Bernhöft einnig.

Mynd: Hafsteinn Snær

HH