Leikir kvöldsins

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Leikir kvöldsins eru tveir að þessu sinni og fara fram í sitthvorum landshlutanum. 

Fyrri leikurinn hefst klukkan 19.30 en þá mætast Ásynjur og Ynjur á Akureyri í meistaraflokki kvenna. Ásynjur unnu Björninn örugglega í leik um síðustu helgi og virðast því vera með mjög sterkt lið. Lið Ynja hefur ekki leikið sinn fyrsta leik þannig að það á eftir að koma betur í ljós hvaða leikmenn verða með liðinu.

Síðari leikur kvöldsins er leikur Bjarnarins og Esju í meistaraflokki karla. Síðast þegar liðin mættust áttu menn von á hörku spennandi leik og því lofað á þessari síðu. Svo fór að Esja gerðu allt að því út um leikinn á fyrstu 10 mínútum hans. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig liðin mæta til leiks í kvöld.

HH