Leikir kvöldsins

Leikir kvöldsins að þessu sinni eru tveir og fara fram í sitthvorum landshlutanum.

Fyrri leikur kvöldsins er leikur Ynja og Ásynja sem fram fer á Akureyri og hefst klukkan 19.30. Leikir liðanna á síðasta ári hafa á stundum verið spennandi og enginn ástæða til að breyting verði á að þessu sinni. Liðslistar hafa ekki borist en þá má sjá hérna hægra meginn undir tölfræði kvk. 

Síðari leikurinn er í Egilshöll og hefst klukkan 19.45. Bæði liðin ættu að vera nokkuð kampakát þessa dagana. Heimamenn í Birninum hafa náð fimm stigum útúr síðustu tveimur leikjum og gestirnir í Esju hafa ekki enn tapað leik og eru í toppsæti deildarinnar. Þetta er í annað sinn sem liðin mætast en í fyrsta leiknum vann Esja 8 - 1 sigur.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH