Leikir kvöldsins

Leikir kvöldsins eru tveir sem kynin í meistaraflokki skipta með sér.

Fyrri leikurinn hefst klukkan 19.30 en þá mætast SA Víkingar og Björninn á Akureyri. Heimamenn hafa fengið Orra Blöndal og Hafþór Andra Sigrúnarson sem voru fjarverandi í síðasta leik gegn Esju. Björninn mætir hinsvegar með sama lið og sigraði SR sl. föstudag nema hvað nýr þjálfari hefur tekið við en þar er á ferðinni bandaríkjamaðurinn John Johnston.

Í Laugardalnum mætast síðan SR og Björninn í kvennaflokki og hefst sá leikur klukkan 19.45. Bæði lið töpuðu sínum fyrsta leik og eru því án stiga. Finninn Timo Martti Heikki Koivumaeki hefur tekið við þjálfun SR-liðsins af Sigríði Finnbogadóttir en við liði Bjarnarins tók Ingbjörg Hjartardóttir.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH