Leikir kvöldsins

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Leikir kvöldsins að þessu sinni eru tveir og báðir í meistaraflokki karla. Leikið er í báðum skautahallarlandshlutum að þessu sinni og þvi ættu hokkíáhugamenn að fá þorsta sínum í hokkí svalað. Tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninnni sem lýkur um næstu helgi.

Fyrr leikur kvöldsins hefst klukkan 19.00 í Laugardalnum en þá mætast Skautafélag Reykjavíkur og Björninn. Heimamenn í SR geta með sigri tryggt sér sæti í úrslitum þetta árið en liðið hefur þriggja stiga forskot á Björninn. SR hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin tvö ár en liðið hefur komið töluvert á óvart þetta tímabilið. Það á ekki síður við um Björninn sem missti marga leikmenn fyrir tímabilið en liðið hefur náð að styrkja sig þar sem á þurfti að halda. Bæði lið mæta með sitt sterkasta lið nema hvað Tómast Tjörvi Ómarsson er meiddur hjá SR.

Síðari leikurinn sem fram fer í kvöld er leikur SA Víkinga og UMFK Esju sem fram fer á Akureyri og hefst klukkan 19.30. Víkingar eru í toppsætinu um þessar mundir og hafa tveggja stiga forskot á SR sem koma næstir. Með sigri í kvöld eru Víkingar öruggir í úrslit en síðan veltur á úrslitum leik SR og Bjarnarins hvort heimaleikjarétturinn verður þeirra. Víkingar mæta með sitt sterkasta lið nema hvað Sigurður Reynisson er enn frá. Liðslisti Esju hefur ekki enn borist og því ekki vitað hvernig liðið verður mannað í leik kvöldsins.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH