Leikir kvöldsins

Síðasti leikur í Hertz-deildinni á árinu er í kvöld en þá mætast Ásynjur og Ynjur í kvennaflokki. Leikurinn fer að sjálfsögðu fram á Akureyri og hefst klukkan 19.30. Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast á tímabilinu en í fyrri leiknum sem leikinn var höfðu Ynjur sigur eftir framlenginu og gullmark frá Silvíu Rán Björgvinsdóttir. Síðari leikinn höfðu Ásynjur hinsvegar eins marks sigur í æsispennandi leik.

Fyrirhugaður var einnig leikur í kvennaflokki milli SR og Bjarnarins en hann hefur verið færður til 26. janúar nk.

Í kvöld leika einni í 2. flokki SR og Björninn og hefst sá leikur í Laugardalnum klukkan 19.45.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH