Leikir kvöldsins

Leikir kvöldsins í Hertz-deildinni eru tveir að þessu sinni, báðir í karlaflokki, og fara fram í sitthvorum landshlutanum.

Á Akureyri mætast SA Víkingar og Skautafélag Reykjavíkur og hefst leikurinn klukkan 19.30. Heimamenn hafa verið á góðu skriði undanfarið en liðið hefur unnið fimm síðustu leiki sína. Gestirnir í SR hafa unnið tvo síðustu leiki sína og eftir brösuga byrjun hefur liðið verið að ná sér á strik og er nú í þriðja sæti , sex stigum á Esju.

Síðari leikur kvöldsins er leikur UMFK Esju og Bjarnarins og hefst sá leikur klukkan 20.00. Hópur Esjumanna er í þynnra lagi miðað við fyrri leiki. Sturla Snær Snorrason hefur tekið fram skíðin á ný og svo leikur liðið án Ólafs Hrafns Björnssonar sem er í leikbanni. Björninn teflir fram stórum leikmannahóp en liðið leikur án Riley Eagan sem er í leikbanni.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH