Leikir kvöldsins

Enginn leikur án starfsmanna
Enginn leikur án starfsmanna

Tveir leikir verða leiknir í kvöld í HERTZ-deildinni og eru þeir báðir í meistaraflokki karla.

Í Egilshöllinni mætst klukkan 19.45 Björninn og SA Víkingar. Síðast þegar liðin mættust unnu Víkingar nokkuð öruggan 5 - 2 sigur. Víkingar hafa verið á töluverðu skriði undanfarna daga og náðu toppsætinu í deildinni um síðastliðna helgi, þegar þeir báru sigurorð af Esju. Það verður því á brattann að sækja fyrir heimamenn í Birninum í kvöld en liðið verður án Ryley Egan sem er í leikbanni. Bjarnarmenn þurfa nauðsynlega á sigri að halda ætli þeir að eiga möguleika á sæti í úrslitunum þetta árið. 

Í Laugardalnum mætast á sama tíma, þ.e. 19.45 Skautafélag Reykjavíkur og UMFK Esja. Fyrir leikinn eru SR-ingar í 3ja sæti, 9 stigum á eftir Esju. Rétt einsog Birninum þurfa þeir því sigur gegn Esju vilji þeir eiga möguleika á sæti í úrslitum. Esja ætlar sér hinsvegar, án nokkurs vafa, toppsætið sem fyrst aftur.

Það verður því hart barist á báðum vígstöðvum í kvöld. Deildin rétt hálfnuð og því enn nóg af stigum í pottinum fyrir liðin.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH