Leikir kvöldsins

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Leikir kvöldsins að þessu sinni eru tveir og báðir í kvennaflokki en spilað verður á Akureyri og í Reykjavík.

Fyrri leikurinn hefst klukkan 19.30 en þá mætast Ynjur og Ásynjur í skautahöllinni á AKureyri. Síðast þegar liðin mættust höfðu Ynjur sigur en leikurinn endaði 3 - 2 þeim í vil. Leikir  þessara liða hafa oft verið spennandi og hart barist en það lið sem fer með sigur af hólmi í kvöld nær í efsta sæti deildarinnar.

Í höfuðborginni, nánar tiltekið í skautahöllinni í Laugardal, mætast Skautafélag Reykjavíkur og Björninn og hefst sá leikur klukkan 19.45. Björninn vann síðasta leik liðanna nokkuð örugglega með níu mörkum gegn engu og því líklegt að á brattann verði að sækja fyrir SR konur í kvöld. 

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH