Leikir kvöldsins

Leikir kvöldsins að þessu sinni eru tveir og báðir fara þeir fram í Reykjavík.

Í meistaraflokki karla mætast Björninn og SR Fálkar og fer leikurinn fram í Egilshöll og hefst klukkan 19.30. Þetta er annað skiptið á stuttum tíma sem liðin mætast en Bjarnarmenn unnu öruggan 0 - 10 sigur í fyrri leiknum. Það verður því á brattann að sækja fyrir gestina í kvöld en Bjarnarmenn eru feyki sterkir um þessar mundir.

Í meistaraflokki kvenna mætast SR og Björninn og hefst sá leikur klukkan 19.45 og fer sá leikur fram í Skautahöllinni í Laugardal. Þetta er í þriðja sinn sem þessi lið mætast á tímabilinu en Bjarnarkonur hafa haft nokkuð örugga sigra í fyrstu tveimur leikjum liðanna. 

HH