Leikir kvöldsin

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Leikir kvöldsins eru tveir, báðir í Hertz-deild kvenna, og fara fram á Akureyri og í Reykjavík.

Fyrri leikurinn er leikur Ásynja og Ynja sem hefst klukkan 19.30 á Akureyri. Síðast þegar liðin mættust unnu Ásynjur 2 - 0 sigur á Ynjum. Sigurinn var þó nokkuð öruggari en tölurnar gefa til kynna en Ásynjur voru töluvert sókndjarfari en Ynjur í leiknum.

Í Egilshöllinni mætast klukkan 19.45 Björninn og Skautafélag Reykjavíkur. Bæði lið hlutu nokkurn skell í síðasta leik sínum og vilja því rétta hlut sinn. SR-ingar hafa verið að æfa undir stjórn nýs þjálfara og fróðlegt að vita hvað liðið mun gera í kvöld. Hópur Bjarnarkvenna er orðinn ágætlega þéttur en síðast þegar liðin mættust unnu Bjarnarkonur nokkuð öruggan 18 - 3 sigur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH