Leikir helgarinnar.

Björninn og Skautafélag Akureyrar léku á föstudagskvöld í meistaraflokki kvenna í Egilshöllinni. Leiknum lauk með sigri Bjarnarstúlkna sem gerðu 5 mörk gegn 3 mörkum SA. Fyrir leikinn lá ljóst að ef Bjarnarstelpur ætluðu sér að eiga möguleika á íslandsmeistaratitlinum væri þeim nauðsynlegt að vinna í það minnsta annaðhvorn leikinn sem liðin spiluðu þessa helgi. Þær byrjuðu því með miklum látum og skoruðu fyrstu fimm  mörk leiksins án þess að SA-stúlkur næðu að svara fyrir sig. Fjögur af mörkunum komu í fyrstu lotu og það fimtta strax í byrjun annarrar lotu. SA-stúlkur náðu þó að rétta sinn hlut með þremur mörkum sem öllu komu í annarri lotu. Þriðja lota var síðan markalaus. Leikurinn var ágætlega spilaður af báðum liðum þótt SA-stúlkur væru helst til of lengi í gang í byrjun leiksins. Bjarnarstúlkur að sama skapi gengu á lagið og því fór sem fór.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 2/1
Ingibjörg G. Hjartardóttir 1/1
Hanna Rut Heimisdóttir  1/0
Alissa Vilmundardóttir 1/0
Vala Stefánsdóttir 0/1
Sigríður Finnbogadóttir 0/1

Brottvikningar Björninn: 4 mín

Mörk/stoðsendingar SA:

Hrund Thorlacius 1/1
Sarah Smiley 1/0
Guðrún Blöndal 1/0
Jónína Guðbjartsdóttir 0/1

Brottvikningar SA: 4 mín

Helgi Páll Þórisson dæmdi leikinn.


Á laugardagskvöld léku Björninn og SA síðari leik liðanna í meistaraflokki kvenna og að þessu sinni voru það SA-stúlkur sem fóru með sigur að hólmi en þær gerðu þrjú mörk gegn tveimur mörkum Bjarnarstúlkna. SA-stúlkur komust yfir í fyrstu lotu með tveimur mörkum frá þjálfara sínum Söruh Smiley. Ingibjörg Guðríður Hjartardóttir minnkaði muninn fyrir Björninn í annarri lotu eftir stoðsendingu frá Flosrúnu Vöku Jóhannesdóttir. Í lokalotunni bætti Sarah við sínu þriðja marki eftir en aftur minnkuðu Bjarnarstelpur muninn að þessu sinni með marki frá Hönnu Rut Heimisdóttir. Með sigrinum náðu SA-stelpur sex stiga forystu á Björninn í keppninn til íslandsmeistaratitils. Tveir leikir eru eftir og því sex stig í pottinum sem gefur Bjarnarstelpum enn möguleika á að innbyrða titilinn því markatalan áður en farið er í þá leiki er núll. Leikirnir tveir fara fram í mars á Akureyri.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Ingibjörg Hjartardóttir 1/0
Hanna Rut Heimisdóttir 1/0
Flosrún Jóhannesdóttir 0/1

Brottvísanir Björninn: 14 mín.

Mörk/stoðsendingar  SA:

Sarah Smiley 3/0
Rósa Guðjónsdóttir 0/2
Hrund Thorlacius 0/1

Brottvikningar SA: 20 mín.Björninn og Skautafélag Akureyrar léku áí karlaflokki. Leikurinn endaði með sigri SA-manna sem gerðu 5 mörk gegn þremur mörkum heimamanna. Bjarnarmenn höfðu þó frumkvæðið framan af og leiddu með tveimur mörkum gegn einu eftir fyrstu lotu. Þar bara helst til tíðinda að  ungur og efnilegur leikmaður, Brynjar Bergmann, skoraði sitt fyrsta mark með meistaraflokki karla. Í annarri lotu náðu liðin að skora sitthvort markið og staðan því 3 – 2 Bjarnarmönnum í vil. Lokalotan var hinsvegar eign SA-manna hvað markaskorun varðaði en þeir gerðu þrjú mörk í henni gegn engu marki heimamanna. Leikurinn var hin besta skemmtun og bæði lið sóttu stíft allan tímann.

Lotur: 2 – 1, 1 – 1, 0 – 3.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Kolbeinn Sveinbjarnarson 2/0
Brynjar Bergmann 1/0
Matthías Sigurðsson 0/1
Trausti Bergmann 0/1
Arnar Bragi Ingason 0/1

Brottrekstrar Björninn: 4 mín.

Mörk/stoðsendingar SA:

Ingvar Þór Jónsson 2/0
Josh Gribben 1/1
Stefán Hrafnsson 1/0
Orri Blöndal 1/0
Kópur Guðjónsson 0/2
Einar Valentine 0/1 Brottrekstrar

SA: 8 mín.

Snorri Gunnar Sigurðsson dæmdi leikinn.

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

Mörkin úr karlaleiknum má sjá næstu tvær vikurnar hérna.

HH